Viðskiptavinur: Vera Örnudóttir —> Merki / Ásýnd / Umbúðir
Vera Örnudóttir er nýtt íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vegan mjólkurvörur, í takt við nýja tíma.
Við fengum það ótrúlega skemmtilega verkefni að hanna alla ásýnd fyrir Veru. Við hönnuðum umbúðir fyrir fyrstu vörurnar sem kæmi á markað, hafrajógúrt í 0,5 l fernum í fjórum bragðtegundum. Vera Örnudóttir er í eigu Örnu ehf. sem við þekkjum og elskum nú þegar.